Karfa
Afslættir
Samtals

Við erum að sækja körfuna þína...

Um Fríhöfnina

Fríhöfnin leggur áherslu á að bjóða vandað vöruúrval og þjónustu í samræmi við óskir ólíkra hópa viðskiptavina og skapa um leið að eftir sóknarverðan vinnustað sem skilar arðsömum rekstri til eiganda.

Fríhöfnin ehf. rekur þrjár verslanir með tollfrjálsan varning í Flugstöð Leifs Eiríkssonar samkvæmt rekstrarleyfissamningi við móðurfélagið Isavia.

Þar sem Ísland er utan Evrópusambandsins er heimilt að selja vörur á fríhafnarverði til allra farþega sem fara um flugvöllinn. Vörur Fríhafnarinnar eru undanþegnar virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum (tax and duty free) fyrir utan áfengi og tóbak sem selt er í komuverslun Fríhafnarinnar. Skv. lögum nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum, ber tollfrjálsum komuverslunum að greiða hluta af áfengis- og tóbaksgjöldum. Skv. lögum er gjaldið greitt eftir á og er því ekki lagt á vöruverð til viðskiptavina.

SAGAN

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. var stofnuð með lögum frá Alþingi í maí 2000 og tók til starfa þann 1. október sama ár. Við stofnun á hinu nýja hlutafélaginu var sameinaður rekstur tveggja ríkisstofnanna; Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli sem rak Fríhafnarverslunina og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem rak fasteignina. Í 7. gr laganna segir að tilgangur félagsins sé að annast rekstur, viðhald og uppbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, þ.m.t rekstur verslana með tollfrjálsar vörur á Keflavíkurflugvelli og hvers konar aðra starfsemi sem þessu tengist. Hluthafi fyrirtækisins er ríkissjóður og er fjármálaráðherra með hlut ríkisins í því.

Í rekstrarleyfi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., sem gefið var út af utanríkisráðuneytinu þann 1. nóvember 2000, er félaginu meðal annars sett það markmið að í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði ávallt veitt góð þjónusta við flugfarþega. Þá hefur rekstrarleyfið þann tilgang að félaginu er falið að annast rekstur og verslun með tollfrjálsar vörur á Keflavíkurflugvelli og hvers konar aðra starfsemi sem því samrýmist.

FRÍHÖFNIN EHF.STOFNAÐ

Í upphafi árs 2005 var stofnað dótturfélag um verslunarrekstur FLE hf. Fríhöfnina ehf. sem tók við verslunarrekstri FLE. Fríhafnarverslunin var þar með aðskilin FLE, bæði stjórnunar- og rekstrarlega. Fasteignarekstur flugstöðvarinnar, ásamt stoðsviðum, heyrir áfram undir FLE nú Isavia en Fríhöfnin ehf. kaupir þjónustu af stoðsviðum Isavia samkvæmt sérstökum samningi félaganna.

HEIMILISFANG

Fríhöfnin ehf.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
235 Keflavíkurflugvelli
Ísland

Skrifstofa, Iðavellir 7 - efri hæð
230 Reykjanesbær

Tölvupóstfang: [email protected]
Kennitala: 611204-2130
Virðisaukaskattnúmer:85128